Skilmálar

Almennir skilmálar - Hreinsun

 

1. Gildissvið og gildistaka

1.1 Skilmálar þessir skulu gilda um þá þjónustu sem Castus tekur að sér fyrir einstaklinga og fyrirtæki

1.2 Skilmálar þessir gilda frá 01.09.21

 

2. Greiðslur og kostnaður

2.1 Greitt er fyrir hreinsun í afgreiðslu þegar sótt er

2.2 Þegar um ræðir heimsendingarþjónustu eru reikningar eru gefnir út og sendir í heimabanka að hreinsun lokinni

2.2.1 Athugasemdir vegna reikninga skulu berast svo fljótt sem auðið er

 

3. Hreinsun og aðferð

3.1 Við blauthreinsum , þurrkum  og látum motturnar hanga þar til þær þorna.

Við notumst við milda sápublöndu

3.2 Ekki er notast við þurrhreinsun

3.3 Ef ekki er hægt að hreinsa með hefðbundinni aðferð má beita sértækum aðferðum.

3.4 Sértækar aðferðir

3.4.1 Á erfiða bletti gæti þurft sterkari efni. 

3.4.2 Castus hafa samband við viðskiptavini áður en sértækum aðferðum er beitt til samþykkis og áhættumats

 

4. Blettir, lykt og húsdýrahald

4.1  Við hreinsun á blettum er það samspil þeirra efna sem mottan er unnin úr og þess efnis sem skapar bletti sem ræður úrslitum

4.1.1 Þekktir blettavaldar sem erfiðir eru viðfangs eru t.d. kaffi, blek, dýrahland, sterkur rauður litur o.fl.

4.1.2 Þekkt mottuefni sem erfið eru viðfangs eru ull og hátt floss

4.2 Við lyktareyðingu er það samspil ýmissa þátta sem ráða úrslitum.

4.2.1 Þekktir áhrifaþættir eru aldur, saggi, efni sem mottan er unnin úr (sérlega ull), langtíma tóbakslykt o.fl.

4.3 Húsdýrahald hefur mikil áhrif á útkomu hreinsunar og ber viðskiptavini að tilkynna það sérstaklega við afhendingu

4.3.1 Við hefðbundna hreinsun verður ekki lagst í að fjarlægja dýrahár af neinni nákvæmni

 

5. Afhending og flutningur

5.1 Mottur eru afhentar í afgreiðslu Castus, Axarhöfða 16 á opnunartíma

5.1.1  Viðskiptavinur fær rafræna tilkynningu um að hreinsun sé lokið

5.2 Mottur eru sendar til viðskiptavina skv. dagskrá á hverjum tíma

5.2.1 Viðskiptavinur fær rafræna tilkynningu um að hreinsun sé lokið og að sent verði daginn eftir

5.3 Sé viðskiptavinur ekki til taks þegar mottur eru sóttar eða þeim skilað á áður umsömdum tíma verður gefinn út reikningur að upphæð 4.500kr vegna sendingar

5.4 Viðskipavinur getur óskað eftir að motta sé sótt eða skilin eftir utandyra

 

6. Tafir á þjónustu

6.1 Castus áskilur sér rétt til þess að fresta afhendingu komi upp óviðráðanlegar og bráðar aðstæður.

 

7. Ábyrgðarsvið

7.1 Castus ber almenna ábyrgð á flutningi og meðferð mottu meðan hún er í umsjá fyrirtækisins

 

8. Ábyrgðartakmörkun

8.1 Castus ehf bera ekki ábyrgð ef motta þolir ekki almenna hreinsun sbr. 3.1

8.2 Castus bera ekki ábyrgð þoli motta ekki sértæka hreinsun skv. 3.4 enda liggi samþykki og ósk viðskipavinar fyrir henni

8.3 Viðskiptavinur skal ganga úr skugga um að motta þoli almennt blauthreinsun og komi upp vafi, að tilkynna það áður en hreinsun fer fram

8.4 Castus bera ekki ábyrgð á auknu sliti, t.d. vegna lausra þráða, slitinna líminga eða kögri.

8.5

 

9. Lög og varnarþing

9.1 Íslensk lög skulu gilda um þessa skilmála og réttarsamband Castus við viðskiptavini

9.2 Mál vegna skilmála þessara skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðrum íslenskum áfrýjunardómstólum, eftir því sem við á.