Lunga næla 100% styrktarverkefni ágóði rennur til kaupa á lungnavélum
Lunga næla 100% styrktarverkefni ágóði rennur til kaupa á lungnavélum
Pétur H Hansen eigandi Marko merkja veiktist illilega af lungnabólgu síðastliðið sumar og á tímabili var honum ekki hugað líf.
Eftir mánaðarlegu á gjörgæsludeildinni var hann fluttur yfir á lungnadeildina. Þegar þangað kom gat hann ekki gengið, gat ekki haldið á gaffli, þurfti 100% aðstoð við salernisferðir og sturtu.
Með yndislegu fólki lungnadeildarinnar tókst honum að komast til baka þannig að hann gat staðið í lappirnar, farið á salerni og baðað sig.
Eftir 6 vikna dvöl á Landspítalanum var hann útskrifaður og fór heim með göngugrind sér til aðstoðar.
Eftir mánaðar veru heima var hann kallaður í 6 vikna endurhæfingu á lungnasvið Reykjalundar.
Hann var sárþjáður við komuna á Reykjalund, gat ekki gengið nema ca. 30 - 50 metra í einu og þá var allur vindur úr honum.
Líkamlegt þrek var ekkert.
Eftir um tveggja vikna meðhöndlun hjá yndislegu fagfólki fór hann að velta því fyrir sér hvort hann gæti á einhvern hátt þakkað fyrir hjálpina.
Eftir samtöl við starfsfólk lungnasviðs Reykjalundar kom í ljós að það vantar nokkur ferðasúrefnistæki.
Í framhaldi af því ræddi hann við starfsfólk Lungnadeildar Landspítalans hvort að deildin hefði not fyrir svona tæki til t.d. útlána til sjúklinga sem fara heim í helgarleyfi eða slíkt. Jú það er vöntun á tækjum til Landspítalans.
Úr varð að áðkveðið var að hefja söfnun til kaupa á nokkrum tækjum fyrir Reykjalund og Landspítalann.
Hann fék hugmynd að merki og bað Pétur son sinn um að hanna útfærsluna.
Útkoman varð þessi fallega næla